Mótmæli hafin á Austurvelli

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. mbl.is/Eggert

Mótmæli eru nú hafin á Austurvelli sem skipulögð voru í gegnum Facebook undir fyrirsögninni „Bylting! Uppreisn.“ Krafa mótmælendanna er að sögn Söru Elísu Þórðardóttur, eins skipuleggjandans, að ríkisstjórnin fari frá vegna fjölda mála sem vekja óánægju og reiði fólks.

Hægt er að fylgjast með mótmælunum í beinni á vefmyndavél frá Mílu sem staðsett er með útsýni yfir Austurvöll.

Mót­mæl­in hófust kl. 17 en ræðumenn verða þau Sig­ríður Bylgja Sig­ur­jóns­dótt­ir og Bragi Páll Sig­urðar­son. Tón­list­ar­menn­irn­ir KK, Valdi­mar og Jón­ína Björg Magnús­dótt­ir munu einnig koma fram á mót­mæl­un­um. Dag­skrá­in stend­ur yfir til kl. 18.

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. mbl.is/Eggert
Frá mótmælunum í dag.Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag.Frá mótmælunum í dag. mbl.is/Eggert
Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. mbl.is/Eggert
Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. mbl.is/Eggert
Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. mbl.is/Eggert
Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert