Ræða Hvammsvirkjun

Lagt hefur verið til að Hvammsvirkjun fari úr biðflokki rammaáætlunar …
Lagt hefur verið til að Hvammsvirkjun fari úr biðflokki rammaáætlunar og í orkunýtingarflokk. mbl.is/RAX

Fulltrúar verkefnisstjórnar um Rammaáætlun auk fulltrúa umhverfisráðuneytisins og Landsvirkjunar eru boðaðir á fund atvinnuveganefndar Alþingis í dag. Þar er Hvammsvirkjun meðal annars á dagskrá.

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir Í Morgunblaðinu í dag, að fara eigi yfir stöðu mála á fundinum. Hann sagði það alveg vera með ólíkindum hvernig umræðan um Rammaáætlun hefði þróast í þinginu undanfarið. Þar hafa spjótin m.a. beinst að Jóni persónulega, en hann sagði að meira en það þyrfti til að hleypa sér upp.

Jón segir furðu sæta að þingið skuli vera í þessari stöðu vegna virkjanakosta í neðri hluta Þjórsár. Hingað til hefði verið mikil sátt um að það væri mjög eðlilegt að ganga til framkvæmda þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert