Skellti bílhurð á höfuð og öxl lögreglumanns

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Embætti ríkissaksóknara hefur ákært karlmann fyrir brot gegn valdstjórninni. Manninum er gert að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 31. ágúst 2014, skellt hurð lögreglubifreiðar á höfuð og öxl lögreglumanns í Sandgerði. Samkvæmt ákæru ríkissaksóknara sem mbl.is hefur undir höndum hlaut lögreglumaðurinn höfuðverk og kúlu og roða á enni í kjölfarið. 

Telst brotið varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakakostnaðar.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert