Spáð kólnandi veðri í vikunni

Kólnandi veður er í kortunum.
Kólnandi veður er í kortunum.

„Það er nú eiginlega bara spáð kólnandi næstu daga. Fyrir norðan verður norðanátt og hiti rétt yfir frostmarki,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en útlit er fyrir skýjað veður víðast hvar á landinu í vikunni.

Ekki er gert ráð fyrir tveggja stafa hitatölum að neinu marki í spákortum næstu daga en spurð hvort slíkt sé ekki heldur óvanalegt miðað við árstíma svarar Birta Líf: „Þetta er vissulega nokkuð svalt miðað við árstíma. Enda sést það á gróðrinum sem hefur verið mjög seinn að taka við sér.“

Í dag er gert ráð fyrir skýjuðu veðri á Norðurlandi og úrkomu, en hálfskýjuðu á Suðurlandi. Á miðvikudag og fimmtudag verður að mestu skýjað á landinu öllu þótt líkur séu á sólarglætu á suðvesturhorninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert