Ferðamennirnir fundnir

mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir hafa fundið tvo erlenda ferðamenn sem voru villtir rétt vestan við Öskju. Þeir fundust rétt við ána Kráká, heilir á húfi. Er nú verið að flytja þá til byggða.

Mennirnir höfðu gengið af stað frá Strengjabrekku um helgina og hugðust ganga að Svartárvatni.

Síðdeg­is í dag höfðu þeir sam­band við Neyðarlínu og sögðust villt­ir og með bilað GPS tæki. Gátu þeir ekki gefið mikl­ar upp­lýs­ing­ar um staðsetn­ingu sína aðrar en þær að þeir teldu sig hafa gengið um þrjá­tíu kíló­metra og vera stadda ná­lægt á. Veður er vont á svæðinu og svartaþoka en ekk­ert amaði að mönn­un­um, þeir eru vel bún­ir og með tjald.

Björgunarsveitirnar Þingey og Stefán á Mývatni voru kallaðar út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert