Fjöldi mála á dagskrá þingsins í dag

Rúmlega þrjártíu mál eru á dagskrá þingfundar á Alþingi í dag sem hefst klukkan 10:00. Forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, tilkynnti í gærkvöldi að rammaáætlun yrði tekin af dagskránni en undanfarið hafa önnur mál ekki verið tekin til umræðu fyrir utan hefðbundna dagskrárliði eins og umræður um störf þingsins og óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra auk umræðna um fundarstjórn forseta sem mikill tími hefur farið í.

Fyrir vikið hafa önnur mál ekki verið tekin fyrir og þau safnast upp. Mörg málanna snúast um löggjöf frá Evrópusambandinu sem Íslandi ber að taka upp vegna aðildar landsins að EES-samningnum. Önnur mál eru til að mynda frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra að heildarlögum um sölu fasteigna og skipa, frumvarp að lokafjárlögum 2013 og þingsályktun um ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert