Fundað í deilu BHM og ríkisins á morgun

Samninganefnd BHM hjá ríkissáttasemjara.
Samninganefnd BHM hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Ómar

Ríkissáttasemjari hefur boðað til samningafundar í kjaradeilu BHM og ríkisins á morgun, fimmtudag, klukkan tíu.

Formaður og varaformaður BHM funduðu í gær með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem hann ítrekaði umboð samninganefnd ríkisins til að ganga til samninga við BHM.

Bjarni sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að hreyfing á almenna markaðinum gæti hjálpað til við að liðka fyrir lausn kjaradeilna á opinbera vinnumarkaðinum.

„Við eig­um mjög mikið und­ir því að það fari líka eitt­hvað að ger­ast í sam­tal­inu við op­in­bera vinnu­markaðinn, svo sem BHM og hjúkr­un­ar­fræðinga sem hafa boðað til verk­falla og verið í verk­föll­um í mjög lang­an tíma. Við verðum að fara að ljúka þessu og ef við erum að sjá ein­hverja hreyf­ingu á al­menna markaðinum, þá gæti það mögu­lega hjálpað. Það myndi setja ríkið í betri stöðu til að svara því gagn­vart öll­um þess­um aðilum hvaða aðgerðir við get­um kynnt til sög­unn­ar á þessu og næsta ári, þannig að við náum sam­eig­in­lega mark­miðinu, að bæta kjör fólks í land­inu,“ sagði Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert