Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Norðfirði

Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins lagði að bryggju í morgun á Norðfirði.

Skipið Sea Explorer I, skráð í Nassau, er 91 metri að lengd og 16 metrar á breidd með 4,2 metra djúðristu. Í áhöfn eru 88 manns.

Með skipinu komu 104 farþegar sem fóru um í hópum og settu svip sinn á bæinn í dag.

Margir komu og skoðuðu kirkjuna, en að sögn séra Sigurðar Rúnars Ragnarssonar sóknarprests vildi fólkið, sem er frá Bretlandi, fræðast um kirkjuna og ganga til skrifta en fólkið er annars af mismunandi trúarbrögðum.

Annars höfðu farþegarnir mestan áhuga á og spurðu helst um hvar væri hægt að komast í frítt netsamband í landi.

Það var því greinilegur áhugi á að komast bæði í andlegt og veraldlegt samband.

Margir komu og skoðuðu kirkjuna á Norðfirði.
Margir komu og skoðuðu kirkjuna á Norðfirði. Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert