Hugsanlega gert upp við AGS fyrr

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Mateusz Szczurek, fjármálaráðherra Póllands,
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Mateusz Szczurek, fjármálaráðherra Póllands, mbl.is/Hjörtur

Hugsanlegt er að eftirstöðvar láns sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitti Íslandi í kjölfar falls fjármálakerfisins haustið 2008 verði endurgreiddar fyrr en áætlað er. Það er hins vegar Seðlabanka Íslands að taka ákvörðun í þeim efnum og meta hvort aðstæður bjóði upp á það. Þetta segir Esther Finnbogadóttir, hjá fjármálaráðuneytinu, í samtali við mbl.is. Gjalddagar eftirstöðvanna eru í lok þessa árs og á fyrrihluta næsta árs. Eftirstöðvar lánsins verði í síðasta lagi greiddar þá.

Tilkynnt var á blaðamannafundi í dag með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Mateusz Szczurek, fjármálaráðherra Póllands, að lán sem Pólland veitti Íslendingum í kjölfar þess að fjármálakerfið féll yrði greitt upp í vikunni en lánið en lánið var á gjalddaga á árunum 2015-2022. Endurgreiðslan nemur jafnvirði 7,3 milljarða króna. Þar með verða öll lán sem fengust frá vinaþjóðum Íslendinga í kjölfar falls fjármálakerfisins endurgreitt. Áður höfðu lán frá Norðurlöndnum og Færeyingum verið greidd til baka.

Seðlabanki Íslands hefur áður ákveðið að endurgreiða AGS fyrirfram og síðast í desember á liðnu ári þegar um 50 milljarðar króna voru endurgreiddir sem voru á gjalddaga á þessu ári. Þar með höfðu um 83% af láninu frá AGS verið endurgreidd. Eftirstöðvarnar nema um 43 milljörðum króna en lánið frá AGS nam upphaflega um 253 milljörðum króna. 

Frétt mbl.is: Lán frá Póllandi greitt upp

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert