Minni umferð, meiri dreifing

Flestir ferðamenn eru á svæðinu frá Haki, niður Almannagjá og …
Flestir ferðamenn eru á svæðinu frá Haki, niður Almannagjá og Peningagjá, við Öxarárfoss og við þjónustumiðstöðina. Morgunblaðið/G. Rúnar

Í drögum að endurskoðun á stefnumótun þjóðgarðsins á Þingvöllum er lagt til að takmarka þar umferð, vernda þinghelgina á staðnum og dreifa gestum meira um svæðið.

Hagsmunaaðilar, eins og t.d. ferðaþjónustan, voru hafðir með í ráðum við endurskoðunina og samhljómur er í viðhorfum þeirra og hjá þeim sem stýra þjóðgarðinum.

Í drögunum kemur m.a. fram að brýnt sé að vernda ásýnd þinghelginnar fornu. Nú sé hún slík að þegar horft sé yfir séu bílaplön með aragrúa farartækja yfirþyrmandi. Að auki hafa komið fram hugmyndir um að byggja nýjan áningarstað í þjóðgarðinum, við ný vegamót sem verða til þegar þjóðvegur 550 verður færður úr sigdældinni á Þingvöllum og upp fyrir gjána, að því er fram kemur í umfjöllun um Þingvallaþjóðgarðsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert