Minniháttar eldur í Fellaskóla

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fellaskóli var rýmdur síðdegis í dag vegna eldsvoða. Eldurinn reyndist vera minniháttar, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Töluverður reykur var í skólanum og var hann þess vegna rýmdur.

Fjórir slökkvibílar og þrír sjúkrabílar voru sendir af stað en þegar þeir komu á vettvang var búið að rýma skólann.

Uppfært kl. 17:26:

Kveikt var í kjallarahurð baka til við skólann. Eldurinn barst ekki inn í skólann en þar var þó töluverður reykur, að sögn slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum við reykræstingar.

Skemmdir eru minniháttar vegna eldsvoðans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert