Spítalinn ræður ekki við langt verkfall

Starfsfólk á bráðamóttöku í Fossvogi síðdegis í gær, en verkfall …
Starfsfólk á bráðamóttöku í Fossvogi síðdegis í gær, en verkfall hefur verið undirbúið síðustu daga. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bæði sjúklingar og starfsfólk heilbrigðisstofnana ríkisins urðu óþyrmilega vör við þá óvissu sem í loftinu lá í gær þegar undirbúningur stóð sem hæst vegna verkfalls hjúkrunarfræðinga.

„Hér höfum við verið að undirbúa það sem hægt er að undirbúa fyrir verkfallið,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðissviðs, í umfjöllun um ástandið á spítölunum í Morgunblaðinu í dag.

Í mörgum tilvikum hefur reynst snúið að gera ráðstafanir þar sem sambærileg staða hefur ekki komið upp áður og óvissan er mikil. Guðlaug Rakel segir að starfsfólk hafi margt hvert verið órólegt og því líði almennt ekki vel vegna þeirrar stöðu sem upp sé komin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert