Betri tenging í suður og vestur

Nýja veglínan (l.t.v.) myndi liggja samhliða núverandi vegi á um …
Nýja veglínan (l.t.v.) myndi liggja samhliða núverandi vegi á um tveggja kílómetra kafla. mbl.is

Samgöngur til og frá Þingvöllum munu batna verulega með vegaframkvæmdum sem ákveðnar voru á ríkisstjórnarfundi í fyrradag. Þar var ákveðið að verja 1,8 milljörðum króna til brýnna framkvæmda á vegakerfinu.

Lengi hefur staðið til að hrinda sumum þessara verkefna í framkvæmd, en þeim ítrekað verið frestað. Tilgangurinn er að auka umferðaröryggi, bregðast við slæmu ástandi vega og koma til móts við þarfir landsmanna og ferðamanna vegna stóraukinnar umferðar, að því er segir á vefsíðu innanríkisráðuneytisins.

Í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag segir, að tvær þessara framkvæmda komi til með að hafa áhrif á aðgengi að Þingvöllum. Önnur þeirra er lagning bundins slitlags á Kaldadalsveg, sem tengja á Suðurland og Vesturland, og hin er endurbygging Kjósarskarðsvegar sem tengir Þingvelli við Hvalfjörð og Vesturland.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert