BHM fundar með ríkinu kl. 10

Frá samstöðufundi BHM við fjármálaráðuneytið.
Frá samstöðufundi BHM við fjármálaráðuneytið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Samninganefndir Bandalags háskólamanna (BHM) og ríkisins koma til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara kl. 10.

Formaður og vara­formaður BHM funduðu í gær með Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, þar sem hann ít­rekaði umboð samn­inga­nefnd rík­is­ins til að ganga til samn­inga við BHM.

Áður hafði samninganefnd BHM lýst yfir óánægju sinni með ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fjölmiðlum þar sem hann sagði að ekki yrði samið við BHM fyrr en samið yrði á al­menn­um vinnu­markaði.

„Við bíðum svara og ég von­ast til að þetta mál verði hreinsað upp fljótt og vel. Þannig að við get­um haldið áfram og klárað þetta mál,“ sagði Páll Hall­dórs­son, formaður samninganefndar BHM í samtali við fjölmiðla á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert