Enginn fundur boðaður í deilunni

Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu FÍH …
Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu FÍH við ríkið. mbl.is/Golli

Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið en verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti í gær. „Mér finnst hálfundarlegt að það sé ekki búið að boða til fundar í þessum viðræðum í miðju verkfalli,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í samtali við mbl.is. Hann segir að verkfallið hafi augljós áhrif í samfélaginu. „Þetta er svakalegt ástand, heilsugæslan er hálflömuð og Landspítalinn rekinn á lagmarksþjónustu.“

Að sögn Ólafs hefur undanþágunefnd félagsins samþykkt flestar undanþágubeiðnir sem hafa borist. Í gær var sagt frá því að undanþágubeiðnirnar væru orðnar áttatíu talsins eftir aðeins níu klukkustundum eftir að verkfallið hófst. Nú eru þær komnar vel yfir hundrað að sögn Ólafs.

Óformlegur fundur í deilunni fór fram á þriðjudaginn en enginn fundur boðaður síðan. Ólafur segir það undarlegt í ljósi þess hversu alvarlegt verkfallið sé. „En það hefur legið í loftinu að það sé verið að bíða eftir að samningar náist á almenna markaðinum þannig þetta kemur okkur ekkert á óvart. En vonandi fer ríkið að koma með eitthvað útspil í þessar viðræður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert