Nýr kokkalandsliðshópur kynntur

Kokkalandsliðið hefur hafið undirbúning fyrir Ólympíuleikana í matreiðslu sem verða haldnir í október 2016 í Erfurt Þýskalandi. Eins hafa nýir kokkar gengið til liðs við landsliðið.

 Kokkalandsliðið náði besta árangri liðsins á liðnu ári með 5.sæti á Heimsmeistaramóti í matreiðslu og vann á sama móti til tvennra gullverðlauna.

Eftirtaldir eru í kokkalandsliðinu og á myndinni sem fylgir með fréttinni:

Steinn Óskar Sigurðsson Vodafone,Jóhannes Steinn Jóhannesson Slippbarinn, Guðmundur Björnsson Vox,Axel Clausen Fiskmarkaðnum,Ylfa Helgadóttir Kopar,Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Hrafnkell Sigríðarson Silfra Ion Hótel, Garðar K Garðarsson Strikinu,Axel Þorsteinsson Apótek, Hafsteinn Ólafsson Apótek,Gísli Matthías Auðunsson Slippnum/Matur og Drykkur,Atli Þór Erlendsson Grillinu, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélaginu og Þráinn Freyr Vigfússon Lava Bláa Lóninu. Á myndina vantar Mariu Shramko.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert