Skyndilokun á urriðaveiðum á Þingvöllum

Veiðimenn á Þingvöllum.
Veiðimenn á Þingvöllum. mbl.is/Golli

Vegna vorkulda og síðbúinnar göngu urriða er stangveiði með beitu ekki heimil eftir 1. júní eins og áður var auglýst. Helstu ástæður fyrir þessari skyndilokun er sú að þessi maímánuður er sá kaldasti frá 1977 og því er allt lífríkið á eftir áætlun og því ber að bregðast við því til að vernda urriðastofninn.

Þetta segir þjóðgarðsvörður í tilkynningu sem hefur verið birt á heimasíðu þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Þar segir ennfremur, að mikil uppbygging hafi átt sér stað á urriðastofninum í Þingvallavatni undanfarin ár og hætt sé við því að stórt skarð yrði höggið í stofninn ef beitiveiði myndi hefjast þar 1. júní.  Ekki bæti úr skák að bleikjan sé einnig á eftir áætlun og varla farin að sjást í vötnun landsins þannig að álag á þjóðgarðinn með beituveiði yrði enn meira fyrir vikið þar sem veiðiálag dreifist lítið á önnur vatnasvæði.

Skyndilokun á urriðaveiði með beitu fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöllum gildir til 15. júní. Aðeins er heimilt að veiða með flugu og öllum urriða skal sleppt.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert