Takast á um tillögur ríkisstjórnarinnar

Fulltrúar vinnuveitenda og launþega funduðu stíft í gær.
Fulltrúar vinnuveitenda og launþega funduðu stíft í gær. mbl.is/Golli

Fulltrúar verkalýðsfélaganna telja ekki nóg lagt í aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og vilja ræða ýmis önnur mál við ríkisvaldið.

Fjármálaráðherra vonast til að útspil ríkisins greiði fyrir gerð kjarasamninga, að því er fram kemur í umfjöllun um kjaraviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Embættismenn ríkisins kynntu hugmyndir ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á fundi með viðsemjendum í Karphúsinu í gær. Þar voru fulltrúar stærstu samningahópa undir forystu Alþýðusambands Íslands auk fulltrúa Samtaka atvinnulífsins. Ekki eru gefnar miklar upplýsingar um efni hugmyndanna sem litið er á sem drög. Áfram verður rætt um málið í dag og reynt að ná niðurstöðu enda er stefnt að því að skrifa undir kjarasamninga SA við félög innan Flóabandalagsins og félög verslunarmanna í dag eða kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert