Verkföll eru mörgum framandi

Hjúkrunarfræðingar í bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.
Hjúkrunarfræðingar í bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Langt er síðan verkfallsaðgerðir á almennum vinnumarkaði voru jafn víðtækar og nú og margt hefur breyst í vinnuumhverfinu síðan þá.

Verkföll eru mörgum framandi og sumir hafa litlar upplýsingar um hvað í því felst að fara í verkfall. Þetta segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðssérfræðingur og dósent við HÍ, í Morgunblaðinu í dag.

„Núna vinna margir heima hjá sér eða í fjarvinnu og það hefur breytt viðhorfum fólks,“ segir Gylfi. „Í verkfalli ber fólki að leggja niður öll störf, líka þau sem unnin eru í fjarvinnu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert