Vinna hörðum höndum í Karphúsinu

Samningur félaganna við ríkið verður einn af þeim síðustu sem …
Samningur félaganna við ríkið verður einn af þeim síðustu sem Magnús Pétursson ríkissáttasemjari fylgir í höfn. mbl.is/Eggert

Samninganefndir VR, Flóabandalagsins, StéttVest, Landsambands íslenskra verslunarmanna og Samtök atvinnulífsins vinna nú hörðum höndum að gerð kjarasamnings í húsnæði ríkissáttasemjara.

Samningafundur hófst kl. 9 í morgun. Þegar líður á daginn mun skýrast hvenær hægt verður að ljúka við gerð samningsins og skrifa undir.

Að sögn Ólafar B. Rafnsdóttur, formanns VR, er nú unnið í hópum að bókunum samningsins og vonast hún til þess að niðurstöður úr hópunum liggi fyrir fljótlega eftir hádegi. Unnið er að textagerð og að því að færa þær bókanir sem tilbúnar eru í eitt skjal.

Ólöf segist vona að lokið verði við gerð samningsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert