300.000 króna lágmarkslaun 2018

Magnús Pétursson ríkissáttasemjari ásamt samningsaðilum við undirskriftina í Karphúsinu.
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari ásamt samningsaðilum við undirskriftina í Karphúsinu. mbl.is/Golli

Á vef Verkalýðsfélags Akraness segir að í nýundirrituðum kjarasamningum hafi meginkrafa verkalýðshreyfingarinnar náðst fram, sem var að lágmarkslaun á Íslandi myndu ná 300.000 krónum innan þriggja ára.

Á vefnum segir að ljóst er að þessi samningur kemur tekjulægsta fólkinu hvað best, þó svo að öll aðildarfélög SGS hefðu viljað ná meiru fram.

Frétt mbl.is: Kjarasamningar undirritaðir í Karphúsi

Taxtar verkafólks munu hækka um 25.000 kr. frá og með 1. maí þessa mánaðar ásamt því að skorinn verður einn launaflokkur af launatöflunni en rétt er að vekja sérstaka athygli á því að langstærstur hluti félagsmanna VLFA sem tekur laun eftir þessum kjarasamningi er fiskvinnslufólk sem starfar hjá HB Granda á Akranesi.

Nánar á vef Verkalýðsfélags Akraness

Orlofs- og desemberuppbætur munu samkvæmt frétt VLFA hækka ásamt fjölmörgum atriðum sem tengjast kjarasamningnum. Sem dæmi náði SGS fram tveggja flokka launahækkun til handa fiskvinnslufólki sem starfað hefur í 7 ár hjá sama atvinnurekanda sem skilar því tæpum 4.000 kr. auka hækkun. VLFA mun bjóða upp á víðtækar kynningar á kjarasamningnum í komandi viku.

Aðkoma stjórnvalda mikilvæg

Rétt er að taka fram að aðkoma stjórnvalda til að liðka fyrir gerð kjarasamninga skiptir miklu máli. Þar má nefna fyrirhugaðar heildarlækkanir á tekjuskatti einstaklinga sem á að auka ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á ári. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar tengjast skatta-, velferðar- og húsnæðismálum og eiga að stuðla að bættum kjörum almennings.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar skipta miklu við gerð kjarasamninga.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar skipta miklu við gerð kjarasamninga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert