Demanturinn mættur til landsins

Ocean Diamond við bryggju á Seyðisfirði í gær. Þaðan liggur …
Ocean Diamond við bryggju á Seyðisfirði í gær. Þaðan liggur leiðin norður fyrir og til heimahafnar í Reykjavík kemur skipið 3. júní nk. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom til hafnar á Seyðisfirði í gær, á leið sinni frá Hamborg í Þýskalandi.

Enn eitt skipið, gæti einhver hugsað með sér, en hið sérstaka við Ocean Diamond er að rekstur þess er á hendi íslensks fyrirtækis, Iceland ProCruises. Skipinu verður siglt nokkrar ferðir kringum Ísland í sumar, með heimahöfn í Reykjavík, en fyrsta ferðin er frá Miðbakka næsta miðvikudag.

„Þetta eru þáttaskil í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Óttar Sveinsson, talsmaður Iceland ProCruises, en fyrirtækið er að mestu í eigu Guðmundar Kjartanssonar hjá Iceland ProTravel í Þýskalandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert