Er ekki bjartsýn á framhaldið

Óánægja er meðal geislafræðinga.
Óánægja er meðal geislafræðinga. mbl.is/Eggert

Nokkrir geislafræðingar hafa sagt upp störfum sínum undanfarið en verkfall þeirra hefur staðið á níundu viku.

„Það liggur fyrir að það hefur verið vegið mjög að þessari stétt og hennar faglega starfsheiðri og það hefur hleypt illu blóði í menn. Geislafræðingum er mjög misboðið,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga.

Hún segir undanþágur afgreiddar eins og fyrr og fari það eftir aðstæðum hverju sinni hve margir starfi á grundvelli þeirra hverju sinni. Katrín segist ekki bjartsýn á framhaldið og segir að engin teikn séu á lofti um að verkfallið muni leysast í bráð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert