Kölluðu eftir starfsáætlun

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og kölluðu eftir því að ný starfsáætlun yrði kynnt þar sem fyrri áætlun væri ekki lengur í gildi. Samkvæmt henni hefði þinginu átt að ljúka í dag.

Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, sagði mikilvægt að fyrir lægi starfsáætlun um það með hvaða hætti framhaldið yrði á Alþingi. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir slæma verkstjórn og að koma seint með mál inn í þingið. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, benti á að sum mál stjórnarinnar hefðu ekki enn verið lögð fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert