Krapi á Holtavörðuheiði

mbl.is/Gúna

Vegir eru greiðfærir á Suðurlandi og á Vesturlandi þó er krapi á Holtavörðuheiði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Á Vestfjörðum er snjóþekja  á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi. Hálkublettir eru á Hálfdán, Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Krapi er á Ennisháls og Á Ströndum norður í Reykjarfjörð. Greiðfært er á Norðurlandi og Austurlandi.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Norðlæg átt, 8-13 m/s og dálítil rigning eða slydda með köflum N-lands, en bjartviðri syðra. Hægari eftir hádegi og skúrir N-til, en léttskýjað syðra. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast fyrir sunnan. Vaxandi suðaustanátt í fyrramálið, 10-18 og fer að rigna við SV-ströndina síðdegis og hlýnar fyrir norðan.

Maí verður ekki minnst með hlýju

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert