Mikil reiði í baklandinu

Frá fundi BHM og samninganefndar ríkisins.
Frá fundi BHM og samninganefndar ríkisins. mbl.is/Kristinn

„Miðað við ganginn að undanförnu þá á maður svo sem ekki von á miklu,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, í samtali við mbl.is aðspurður um stöðuna í kjaradeilu félagsins við ríkið og fund á milli deiluaðila sem hefst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:00.

Mbl.is greindi frá því að samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara væri búist við nýju tilboði frá samninganefnd ríkisins í dag. Páll segist ekki vita hverju megi búast við í þeim efnum. Spurður hvort hann telji ástæðu til bjartsýni á lausn deilunnar svarar hann því neitandi. „Ég held að það sé engin ástæða til þess en kannski kemur þetta manni á óvart.“

„Hitt er svo annað mál að það er komin svo djúp reiði í baklandinu hjá okkur að samningssvigrúmið hjá okkur er alltaf að minnka,“ segir Páll. Málin séu því ekki að þróast í jákvæðar áttir hvað það varðar. Vísar hann einkum til þess að samninganefnd ríkisins hafi í gær lagt fram nýtt tilboð þar sem X hafi verið sett í stað dagsetninga og launahækkana.

Frétt mbl.is: Settu X í stað launahækkana

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert