Óvissa um slátrun og sölu sláturafurða í verslunum

Bændur vita ekki hvort slátrað verður í næstu viku eður …
Bændur vita ekki hvort slátrað verður í næstu viku eður ei. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrir síðustu helgi var gert samkomulag á milli dýralækna og kjúklinga- og svínaræktenda um að sala á sláturafurðum yrði heimiluð en undanþágur til slátrunar í verkfalli dýralækna hafa á undanförnum vikum aðeins verið veittar ef velferð dýra hefur verið ógnað.

Í síðustu viku lýstu bændur áhyggjum af ónógu rekstrarfé og óttuðust fóðurskort á búum sínum. Til að koma til móts við bændur og til að stuðla að velferð dýra var heimild veitt til slátrunar og sölu og í vikunni hefur því komið fersk vara á markað.

Bændur hafa sent inn umsóknir um frekari undanþágur en undanþágunefndin virðist ekki hafa tekið endanlega afstöðu til umsóknanna. Bændur hafa ekki fengið svör og ekki náðist í talsmenn hjá Dýralæknafélagi Íslands í gær. Það ríkir því óvissa á nýjan leik því bændur vita ekki hvort þeir fá að slátra í næstu viku, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert