Semja um 32% hækkun á taxta

Sigurður Bessason kynnir samningsdrög fyrir félagsmönnum Flóabandalagsins á fundi í …
Sigurður Bessason kynnir samningsdrög fyrir félagsmönnum Flóabandalagsins á fundi í dag. mbl.is/Golli

Drög að kjarasamningi Eflingar voru kynnt samninganefnd félagsins sem hófst kl. 12 í dag. Fallist nefndin á drögin verður skrifað undir kl. 14 í dag. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, er þokkalega sáttur með samninginn, þar á meðal gildistíma hans og hækkanir sem í honum felast.

„Það er alltaf með svona samninga að maður sé þokkalega sáttur. Þetta er töluvert langur samningur og það eru reyndar bæði inni í honum hækkanir sem vonandi skipta máli á endanum en líka teljum við hann ekki vera það hásteyptan að hann eigi að leiða til mikilla verðlagsbreytinga í framhaldinu,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar, aðspurður um samning VR, Flóabandalagsins, StéttVest og Landsambands íslenskra verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins. 

Samningurinn felur í sér um 32% hækkun á taxtakerfinu sjálfu og fer tekjutryggingin upp í 300 þúsund krónur á samningstímanum.

„Vonandi hjálpar það til þess að skapa betri stöðu. Síðan eru það skattabreytingarnar sem hafa meiri áhrif inn í millitekjuhópana en kannski þá sem eru með lægstu launin. Síðan eru það auðvitað breytingar í húsnæðismálum og breytingar sem eru að koma þar inn. Vonandi hefur það líka jákvæð áhrif inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir Sigurður.

Frétt mbl.is: „Má ekki fara út í verðlagið“

Samningsdrögin kynnt á fundi Eflingar í dag.
Samningsdrögin kynnt á fundi Eflingar í dag. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert