Síðustu hnútarnir hnýttir

Veitingarnar í Karphúsinu eru farnar að léttast. Byrjað að undirbúa …
Veitingarnar í Karphúsinu eru farnar að léttast. Byrjað að undirbúa vöfflubakstur sem er óbrigðull undanfari undirritunar samninga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samningamenn í Karphúsinu voru seint í gærkvöldi að ljúka frágangi á síðustu málunum í nýjum kjarasamingi. Stefnt er að því að bera samningana undir stjórnir félaga beggja vegna samningsborðsins um hádegið og skrifa undir samninga í kjölfarið.

Nokkur stór mál vöfðust fyrir samninganefndunum á lokametrunum eftir að búið var að ganga frá megintexta samningsdraganna og öllum bókunum sem þeim eiga að fylgja. Meðal þeirra var krafa verkalýðsfélaganna um sérstaka launahækkun fyrir fiskvinnslufólk, að því er fram kemur í umfjöllun um kjaraviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er mjög kostnaðarsamur kjarasamningur fyrir atvinnulífið. Miklar hækkanir, sérstaklega á lægstu launin,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, en bætti við að vonir væru bundnar við að með samningi til svo langs tíma tækist að vinna áfram á grundvelli aukins kaupmáttar og áframhaldandi stöðugleika.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert