Þungt haldin á gjörgæslu

Maðurinn og konan sem lentu í bifhjólaslysinu voru flutt með …
Maðurinn og konan sem lentu í bifhjólaslysinu voru flutt með þyrlu á Landspítalann á mánudaginn.

Maður sem lenti í bifhjólaslysi í Hvítársíðu í Borgarfirði á mánudaginn og karl og kona sem lentu í bílslysi við Hellissand í gærmorgun eru öll mjög þungt haldin og haldið í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi.

Í báðum tilvikum var um erlenda ferðamenn að ræða. Í borgarfirði var maðurinn á ferð með konu sinni þegar hjólið fór út af veginum með fyrrnefndum afleiðingum. Konan var ekki alvarlega slösuð.

Í slysinu við Hellissand voru sex í jeppanum sem fór út af veginum og valt. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík, en einn reyndist ekki alvarlega slasaður.

Frétt mbl.is: Alvarlegt slys í Borgarfirði

Frétt mbl.is: Haldið sofandi í öndunarvél

Frétt mbl.is: Tveir alvarlega slasaðir

Frétt mbl.is: Haldið sofandi á Landspítala

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert