Vöffluilmur í Karphúsinu

Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, bakar vöfflur.
Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, bakar vöfflur. mbl.is/Golli

Nú er verið að leggja lokahönd á kjarasamninga milli VR, Flóabandalagsins, SGS, StéttVest og LÍF annars vegar og SA hins vegar. Enn hafa engar fregnir borist af undirritun samninga en Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, hefur í nógu að snúast við að baka vöfflur. Vöfflur eru, eins og flestum er kunnugt, tákn um að kjarasamningar hafi náðst í Karphúsinu.

Fylgist með beinni lýsingu úr Karphúsinu hér.

Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, hrærir í vöffludeiginu. Elísabet Ólafsdóttir er í …
Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, hrærir í vöffludeiginu. Elísabet Ólafsdóttir er í óða önn að baka vöfflur. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert