Byggja lúxushótel við Geysi

Í dag verður byrjað að steypa í mótin fjær á …
Í dag verður byrjað að steypa í mótin fjær á myndinni. Ljósmynd/Hótel Geysir/Birt með leyfi

Í dag verður byrjað að steypa upp 77 herbergja glæsihótel við Geysi í Haukadal. Stefnt er að opnun hótelsins árið 2017. Nýbyggingin verður um 7 þúsund fermetrar. Kostnaður við framkvæmdina er trúnaðarmál.

Leifur Welding hönnuður hannar hótelið ásamt samstarfskonu sinni, arkitektinum Brynhildi Guðlaugsdóttur, hjá hönnunarfyrirtæki hans, W Concept Creation.

Leifur segir hótelið verða í sérflokki á Íslandi. Öll herbergin verða í það minnsta á stærð við smærri svítur. „Hótelið verður með óvenjumikinn íburð. Þessi stærðargráða af herbergjum hefur ekki sést á íslenskum hótelum áður. Það verður mikið lagt í alla upplifun og hönnun hótelsins. Þetta verður hæsti gæðaflokkur á hóteli á Íslandi. Það er óhætt að segja það,“ segir Leifur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert