Kvennaklíníkin opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní

Klíníkin Ármúla er í húsi sem áður hýsti skemmtistaðina Hótel …
Klíníkin Ármúla er í húsi sem áður hýsti skemmtistaðina Hótel Ísland og Broadway. mbl.is/Golli

19. júní næstkomandi verður fyrsta sérhæfða kvennaklíníkin opnuð hér á landi. Hún er hluti af starfsemi Klíníkurinnar Ármúla.

Segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hennar, dagsetninguna, sem er kvenréttindadagurinn, enga tilviljun því þörf sé á að koma heilbrigðisþjónustu sem er sérstaklega miðuð að konum undir einn hatt. Þar verður brjóstamiðstöð fyrir konur sem greinast með mein í brjósti og áhersla verður á grindarbotnsaðgerðir. Einnig verða gerðar aðgerðir á báðum kynjum, t.d. þvagfæraaðgerðir.

Klíníkin er að mestum hluta í eigu læknanna og hjúkrunarfræðinganna sem þar starfa. Margir þeirra hafa ekki séð Ísland fyrir sér sem starfsvettvang, en sjá nýju stöðina sem kærkomið tækifæri til að flytja heim, að því er fram kemur í umfjöllun um starfsemi þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert