Sjö sækjast eftir Selfosskirkju

Selfosskirkja
Selfosskirkja Ómar Óskarsson

Þrír umsækjendur eru um embætti sóknarprests og átta umsækjendur um embætti prests í Selfossprestakalli. Embættin veitast frá 1. ágúst nk.

Umsækjendur um sóknarprestsembættið eru:

Séra Guðbjörg Arnardóttir

Séra Ninna Sif Svavarsdóttir

Séra Úrsúla Árnadóttir

Umsækjendur um prestsembættið eru:

Mag. theol. Elvar Ingimundarson

Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir

Mag. theol. Fritz Már Berndsen Jörgensson

Mag. theol. Helga Kolbeinsdóttir

Mag. theol. María Rut Baldursdóttir

Cand. theol. María Gunnarsdóttir

Séra Ninna Sif Svavarsdóttir

Séra Úrsúla Árnadóttir

Mag. theol. Viðar Stefánsson

Frestur til að sækja um embættin rann út 19. maí. Biskup Íslands skipar í embættin að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert