Sól í vestri, rigning í austri

Veðurspáin er fín á vesturhluta landsins á morgun.
Veðurspáin er fín á vesturhluta landsins á morgun. mbl.is/Golli

Fínu veðri er spáð á vesturhluta landsins á morgun með hálfskýjuðu eða heiðskíru veðri og í kringum 10 stiga hita. Á austurhluta landsins verður einhver væta og hitinn á bilinu 3-6 gráður. Tekur að skýja á Austur- og Suðurlandi eftir því sem líður á daginn.

Á mánudag er áfram fín spá á Suðvesturhorninu með heiðskýru veðri. Hitinn verður áfram allt að 11 stig á svæðinu. Hálfskýjað verður á Suðurlandi og 8-12 stiga hiti en á Norð-austurhorninu verður skýjað og jafnvel einhver úrkoma. Hið sama er uppi á teningnum á Akureyri. Norðan Reykjavíkur verður einnig flott veður, víða heiðskírt eða léttskýjað en á Vestfjörðum gætu komið stöku skúrir. 

Á þriðjudag verður besta veðrið áfram á Suðvesturhorninu og á Suðurlandinu en fer þá að skýja aðeins. Hálfskýjað verður með 7-9 stiga hita. Á öðrum stöðum á landinu öllu verður skýjað og talsverð úrkoma. Á einhverjum stöðum gæti hún fallið sem slydda eða snjókoma. 

Á miðvikudag verður skýjað yfir landinu öllu og rigning. Hlýtt verður á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi, hitinn frá 6-11 gráður. Annars staðar verður hitinn frá 2-5 gráður.

Á fimmtudaginn á að stytta aðeins upp á norðurhluta landsins en áfram alskýjað. Á suðurhluta landsins og á Austurlandi verður áfram rigning og hitinn frá 6-11 gráður.

Sjá veðurvef mbl.is

Veðurspáin klukkan 12 á morgun.
Veðurspáin klukkan 12 á morgun. Mynd/Veðurvefur mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert