Tímamót í kjarasamningum

Magnús Pétursson ríkissáttasemjari dreifir hér blöðum til að undirrita eftir …
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari dreifir hér blöðum til að undirrita eftir að kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum lágu loks fyrir í Karphúsinu í gær. Magnús lætur af störfum um mánaðamótin. mbl.is/Golli

„Það einkenndi þessa samningalotu að þar voru aðilar að semja saman sem ekki hafa áður átt samleið í samningum, almennt verkafólk á höfuðborgarsvæðinu og verslunarmenn. Reynsla okkar af því samstarfi var góð,“ segir Sigurður Bessason, formaður stéttarfélagsins Eflingar, um samningalotuna sem lauk í gær með undirritun nýrra kjarasamninga.

„Það eru tímamót í kjarasamningum á Íslandi að ólíkir hópar sameinist um samningsgerð, þvert á atvinnugreinar,“ segir Guðbrandur Einarsson, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, um samflotið sem ruddi brautina í samningunum.

Samningarnir sem undirritaðir voru í gær með fyrirvara um samþykki félagsmanna taka til 65-70 þúsund félagsmanna innan vébanda Alþýðusambands Íslands. Með þeim er afstýrt, í bili að minnsta kosti, miklum verkföllum sem lamað hefðu þjóðfélagið, að því er fram kemur í umfjöllun um kjaraviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert