Enn þungt haldin á gjörgæslu

Landspítali-háskólasjúkrahús í Fossvogi.
Landspítali-háskólasjúkrahús í Fossvogi. Morgunblaðið/Ómar

Maður sem lenti í bif­hjóla­slysi í Hvítársíðu í Borg­ar­f­irði á mánu­dag­inn og kona sem lenti í bíl­slysi við Hell­is­sand á fimmtudagsmorgun eru enn mjög þungt hald­in og er haldið í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu Land­spít­al­ans í Foss­vogi.

Í báðum til­vik­um var um er­lenda ferðamenn að ræða. Í Borg­ar­f­irði var maður­inn á ferð með konu sinni þegar hjólið fór út af veg­in­um með fyrr­nefnd­um af­leiðing­um. Kon­an var ekki al­var­lega slösuð.

Í slys­inu við Hell­is­sand voru sex ferðamenn í bíln­um sem valt. Slösuðust tveir al­var­lega og var flogið með þá til Reykja­vík­ur í þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Hinn ferðamaður­inn sem slasaðist, kín­versk­ur karl­maður á fer­tugs­aldri, lést á föstudag.

Frétt mbl.is: Lést eft­ir um­ferðarslys

Frétt mbl.is: Þungt haldin á gjörgæslu

Frétt mbl.is: Al­var­legt slys í Borg­ar­f­irði

Frétt mbl.is: Haldið sof­andi í önd­un­ar­vél

Frétt mbl.is: Tveir al­var­lega slasaðir

Frétt mbl.is: Haldið sof­andi á Land­spít­ala

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert