Líf og fjör á Ormadögum

Það var ýmisleg óhefðbundin afþreying í boði fyrir börn á …
Það var ýmisleg óhefðbundin afþreying í boði fyrir börn á öllum aldri. Ljósmynd/Kópabogsbær

Uppskeruhátíð Ormdaga, barnamenningarhátíð Kópavogs, fór fram í gær en þema hátíðarinnar í ár var Gamalt og nýtt.

Líf og fjör var í menningarhúsum bæjarins þar sem meðal annars var hægt að fara í blöðrubolta, risakeilu, búa til flugdreka og skoða leikfangasýningu. Í Salnum voru tónleikar með kór Kársnesskóla, þjóðlagahóp Tónlistarskóla Kópavogs og barnahóp Þjóðdansafélags Reykjavíkur.

Þá var fjölskyldusmiðja í Gerðarsafni og í Tónlistarsafni Íslands var þjóðdans og leikir með yngsta hópi Þjóðdansafélags Reykjavíkur.

Hátíðinni lauk með barnamenningarmessu í Kópavogskirkju þar sem fram komu kór Kársnesskóla og nemendum Tónlistarskóla Kópavogs. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Ormadögum í gær.

Flugdrekasmíðin naut vinsælda.
Flugdrekasmíðin naut vinsælda. Ljósmynd/Kópabogsbær
Stiginn var dans í takt við gamla tímann.
Stiginn var dans í takt við gamla tímann. Ljósmynd/Kópabogsbær
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert