Veittu verðlaun fyrir nýsköpun

Hér má sjá nokkra af þátttakendum keppninnar.
Hér má sjá nokkra af þátttakendum keppninnar. Ljósmynd/Nýsköpunarkeppni grunnskólanema

Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanns fór fram í dag í Háskólanum í Reykjavík. Mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson sá um afhendingu farandbikara NKG og Dr. Ari Kristinn Jónsson um afhendingu aðalverðlauna.

Hugmyndasmiðir stigu á stokk eftir framsöguþjálfun í vinnusmiðju frá JCI og heilluðu alla upp úr skónum með hugmyndum sínum og ræðusnilld, líkt og segir í tilkynningu.

Hofsstaðaskóli í Garðabæ, hreppti Farandbikar NKG2015 í flokki stærri skóla sem fyrr.Ágústa Líndal tók á móti bikarnum f.h. Hofsstaðaskóla.

Grunnskóli Hornafjarðar hreppti Farandbikar NKG í flokki smærri skóla. Eygló Illugadóttir, skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar tók á móti bikarnum. 

Farandbikarinn fer til þess skóla sem sendir hlutfallslega inn flestar hugmyndir miðað við höfðatölu nemenda í 5,. 6,. og 7. bekk skólans

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert