Einfalda reglur einkaskóla

Frá afmælishátíðinni í Suðurhlíðaskóla.
Frá afmælishátíðinni í Suðurhlíðaskóla. mbl.is/Styrmir Kári

Í menntamálaráðuneytinu er verið að fara yfir löggjöf og reglugerðir sem gilda um rekstur einkarekinna grunnskóla til að athuga hvað hægt sé að gera til að einfalda regluverkið og gera rekstraraðilum þeirra auðveldara að reka skóla sína.

Kom þetta fram í ávarpi Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra við 25 ára afmælishátíð Suðurhlíðarskóla í gær.

„Það er óskaplega dýrmætt og mikilvægt að það sé fjölbreytileiki í skólakerfinu okkar, að það sé ekki aðeins ein tegund af skólum eða bara einn aðili sem rekur skóla,“ sagði menntamálaráðherra í ávarpi sínu. Hann bar stöðuna hér saman við hin norrænu löndin og sagði að við stæðum frændum okkar langt að baki þegar skoðaður væri fjöldi sjálfstætt rekinna skóla á grunnskólastigi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert