Enn enginn fundur boðaður

Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga við …
Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga við ríkið. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sést hér fremstur á myndinni. mbl.is/Golli

Enn hefur enginn fundur verið boðaður í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins, en félagið sleit viðræðum við samn­inga­nefnd rík­is­ins á föstu­dag. Ólaf­ur G. Skúla­son, formaður félagsins, segir stöðuna óbreytta síðan fyrir helgi.

Hann segir boltann alfarið vera hjá ríkinu og samninganefnd félagsins bíði eftir því að raunhæft tilboð komi á borðið. Rík­is­sátta­semj­ari hafi þó haft sam­band við báða deiluaðila í dag en þeir hafi verið sam­mála um að ekki væri til­efni til að funda. Ekki er ljóst hvenær næsti fund­ur verður boðaður.

Ríkið lagði fram til­boð í síðustu viku sem hefði gert það að verk­um að eft­ir fjög­ur ár væru byrj­un­ar­laun hjúkr­un­ar­fræðinga 359 þúsund og að sögn Ólafs er það ekki eitt­hvað sem fé­lags­menn hefðu samþykkt. Samninganefnd félagsins lagði því fram aðra útfærslu sem ríkið var ekki samþykkt svo ekki var grunnur til að halda viðræðunum áfram. Ólafur segir samninganefndina þó skoða hlutina sín megin nú og vonandi geri samninganefnd ríkisins slíkt hið sama.

„Nú erum við bara að bíða eft­ir að ríkið komi með eitt­hvað raun­sætt á móti svo við get­um farið að skoða þetta af ein­hverri al­vöru,“ sagði hann í samtali við mbl.is í gær. Þá sitji stjórn fé­lags­ins ekki auðum hönd­um þar sem gríðarleg vinna fylgi því að halda utan um verk­fall 2.100 fé­lags­manna þess. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert