Moskan ekki á borði Gunnars Braga

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.

„Fyrst er frá því að segja að mál þetta hefur ekki með nokkrum hætti ratað inn á borð utanríkisráðuneytisins eða utanríkisþjónustunnar. Ég kannast ekki við að óskað hafi verið eftir sérstaklega aðkomu þjónustunnar að málinu, ef ég má orða það þannig. Við höfum líka í gegnum tíðina ekki talið rétt að blanda okkur beint inn í aðferðir eða þegar önnur ríki, erlend ríki beita fyrir sig mögulega sinni löggjöf og öðru slíku.“

Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, kafteini Pírata. Innti Birgitta ráðherrann eftir því með hvaða hætti íslenska utanríkisþjónustan hafi brugðist við ákvörðum yfirvalda í Feneyjum um að loka íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum sem fólst í því að breyta gamalli kirkju í borginni í mosku. Gagnrýndi hún Gunnar Braga fyrir að hafa ekki sett sig inn í málið og lýsti vanþókun sinni á svörum hans. verið væri að vega að tjáningafrelsinu með lokun skálans.

„Ég kann ekki tjáningarfrelsislöggjöf Ítala og háttvirtur þingmaður getur lýst vanþóknun sinni á ráðherranum eða hverju sem er mín vegna. Ég hef líka ýmislegt til að lýsa vanþóknun á háttvirtum þingmanni og hennar framkomu. En ef þetta mál kemur inn á mitt borð þá mun ég að sjálfsögðu taka á því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert