Nýjar íbúðir kosti yfir 80 milljónir

Alls verða 33 íbúðir í þessu fjölbýli við Skógarveg sem …
Alls verða 33 íbúðir í þessu fjölbýli við Skógarveg sem verður í göngufæri við Fossvogsdal. Tölvuteikning/Tark arkitektar

Gera má ráð fyrir að á næstu árum muni nýjar íbúðir á góðum stöðum í Reykjavík sem eru yfir 150 fermetrar að stærð kosta yfir 80 milljónir króna.

Þetta er mat Péturs Guðmundssonar, forstjóra Eyktar, sem hefur þegar selt nokkrar íbúðir í fyrirhuguðu fjölbýlishúsi við Skógarveg í Reykjavík. Nokkrir hugsanlegir kaupendur eru á biðlista eftir íbúðunum sem verða á grónu svæði í nágrenni Landspítalans í Fossvogi.

Mikið er lagt í íbúðirnar og er verðið 33,7 til 93 milljónir króna, samkvæmt fasteignavef Morgunblaðsins. Þær fóru í almenna sölu sl. fimmtudag, að því er fram kemur í umfjöllun um byggingu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert