Ósamið við tugi þúsunda

Enn er ósamið við fjölda félaga iðnaðarmanna.
Enn er ósamið við fjölda félaga iðnaðarmanna. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Semja þarf við um 40 þúsund launþega á almenna og opinbera vinnumarkaðnum til viðbótar við þá samninga sem skrifað var undir fyrir helgi og tóku til 65 til 70 þúsund launþega á almenna markaðnum.

Samtök atvinnulífsins hafa ekki náð samningum við stéttarfélög með rúmlega 20 þúsund félaga í yfirstandandi samningalotu.

Þar er samflot iðnaðarmannafélaga fjölmennast, en það er einnig eini hópurinn sem er langt kominn með undirbúning verkfallsaðgerða. Einnig hafa SA ekki lokið samningum við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, verkalýðsfélög starfsmanna Rio Tinto Alcan og ýmis smærri félög, að því er fram kemur í umfjöllun um kjaraviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert