Riðuveiki hefur kostað ríkið um 1.500 milljónir

Upp hefur komið 61 riðutilfelli á 58 bæjum frá árinu …
Upp hefur komið 61 riðutilfelli á 58 bæjum frá árinu 1996 og hefur a.m.k. 17.125 kindum verið fargað. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kostnaður ríkissjóðs vegna ráðstafana gegn riðuveiki frá árinu 1996 hefur verið nærri 1.500 milljónir króna; þar af er kostnaður ráðuneyta rúmlega 800 milljónir og Matvælastofnunar tæplega 670 milljónir.

Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur.

Segir Sigurður í svari sínu að ekki þurfi að grípa til frekari ráðstafana til að vinna bug á riðuveiki en nú er gert að mati yfirdýralæknis og sérgreinadýralæknis sauðfjársjúkdóma. Á árunum 2011 til 2014 hafi engin tilfelli sjúkdómsins greinst og því sé ljóst að mótvægisaðgerðir sem ráðist hafi verið í séu að bera árangur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert