Snjóar um miðja viku

Snjóa mun til fjalla í vikunni.
Snjóa mun til fjalla í vikunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vikan hefst með svölum norðanstrekkingi um allt land. Þungbúið verður með einhverri vætu fyrir norðan og austan land en svo verður loftið kaldara aðfaranótt þriðjudagsins.

„Framan af þriðjudeginum gæti því gránað niður í byggð,“ segir Teitur Atlason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, og bætir við að það muni einnig snjóa til fjalla framan af vikunni.

Um miðja viku verður áfram norðanátt en dregur úr vindi. Frá fimmtudegi til laugardags má svo búast við svipuðu veðri en líkurnar aukast á skúrum sunnan heiða þar sem vindurinn gengur niður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert