Spá slyddu í nótt

Allar aðalleiðir á landinu eru greiðfærar, þó er krapi á Möðrudalsöræfum og hálkublettir á Oddsskarði. Í dag er spáð eins til þrettán stiga hita á landinu, hlýjast sunnan heiða.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring: Norðaustan og norðan 8-15 m/s. Rigning með köflum á N- og A-landi og slydda um tíma í nótt og fyrramálið. Hiti 1 til 7 stig. Bjartviðri að mestu sunnan heiða og hiti 6 til 13 stig yfir daginn.

Á þriðjudag:
Norðaustan og norðan 8-15 m/s. Rigning eða slydda á N- og A-landi og hiti 1 til 5 stig. Bjart með köflum sunnan heiða og hiti að 12 stigum yfir daginn.

Á miðvikudag:
Norðan 5-13 m/s með rigningu N-til á landinu og sums staðar slyddu inn til landsins. Lægir seinnipartinn og dregur úr úrkomu. Hægari austanátt um landið S-vert og bjartviðri framan af degi, en skúrir síðdegis. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Skúrir eða dálítil rigning í flestum landshlutum. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á SV-landi.

Á sunnudag:
Líkur á vestlægri golu með þurru og björtu veðri víða um land. Heldur hlýnandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert