Umsagnirnar komnar til nefndarinnar

Starfshópur um Guðmundar- og Geirfinnsmál skilaði niðurstöðum í mars 2013.
Starfshópur um Guðmundar- og Geirfinnsmál skilaði niðurstöðum í mars 2013. mbl.is/Rósa Braga

Endurupptökunefnd hafa borist umsagnir Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts ríkissaksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, um endurupptökubeiðnir Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar. Þetta staðfesti Björn L. Bergsson, formaður nefndarinnar, við mbl.is rétt í þessu.

Lögmaður beggja fær umsagnirnar afhentar samstundis og munu skjólstæðingar hans fá tækifæri til að fara yfir þær og taka afstöðu til þeirra. Björn segist gera ráð fyrir að þeir fái til þess frest út sumarið, en fresturinn hefur ekki verið ákveðinn upp á dag.

Þrjár aðrar endurupptökubeiðnir hafa verið lagðar fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en þær eru til athugunar hjá settum ríkissaksóknara. Að sögn Björns hefur hann fengið framlengdan frest til 1. júlí til að skila inn umsögnum um þær.

Frétt mbl.is: Skilar umsögn um beiðni Erlu og Guðjóns

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert