Varaformaður segir af sér

Hanna Styrmisdóttir.
Hanna Styrmisdóttir.

Varaformaður stjórnar Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, KÍM, hefur sagt sig úr stjórninni.

Kynningarmiðstöðin ber ábyrgð á framlagi Íslands á Feneyjatvíæringnum, en borgaryfirvöld létu loka listaverkinu Moskunni föstudaginn 22. maí síðastliðinn.

Hanna Styrmisdóttir, fulltrúi íslenskra safna í stjórn KÍM, varaformaður stjórnarinnar, sagði af sér þriðjudaginn 26. maí og hefur nafn hennar verið fjarlægt af lista yfir stjórnarmenn á vef KÍM en annað nafn er ekki komið í staðinn.

Hanna tekur fram að afsögn hennar hafi ekkert með listaverk Christophs Büchel að gera efnislega. Hins vegar hafi KÍM sent frá sér tilkynningar og yfirlýsingar varðandi lokun Moskunnar sem ekki hafi verið bornar undir stjórnarmenn. Hún geti ekki borið ábyrgð á viðbrögðum sem ekki hafi verið haft samráð um en sem gætu haft langtímaáhrif á starfsemi og hagsmuni Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.

Því hafi hún sagt af sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert