Vill samstarf um lága verðbólgu

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Við þurfum að endurbyggja traust í samskiptum stjórnvalda og vinnumarkaðar. Og það er ekki eitthvað sem hefur gerst á liðnu ári eða liðnum tveimur, fimm árum. Það er miklu lengri saga, áratugalöng saga þar að baki,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag.

„Ef við næðum saman um að reyna að taka út ávinninginn sem svigrúm er fyrir í hagkerfinu hægt og rólega, það væri sígandi lukka sem gilti og hún væri best, þá held ég að við næðum miklum árangri. Meginmeinsemdin í dag eins og þetta blasir við mér er sú að vinnumarkaðurinn er allt of tvístraður, hann stendur ekki með stjórnvöldum og efast um að stjórnvöld standi með honum,“ sagði ráðherrann ennfremur.

„Það þarf að endurskrifa algjörlega rammann utan um vinnumarkaðinn á Íslandi og taka höndum saman um að verja lága verðbólgu, ná niður vöxtum og komast að samkomulagi um það hvernig við skiptum svigrúminu sem er til staðar hverju sinni. Við erum enn og aftur í þeim sporum að reyna að taka út meira en innstæða er fyrir.“

Frétt mbl.is: Mildari verðbólguáhrif en útlit var fyrir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert